Hæstiréttur verður vanhæfur

Það er vissulega gleðiefni að formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi skuli loksins vera sammála um að skipa rannsóknarnefnd vegna falls íslensku bankanna.  Það er reyndar mörgum vikum of seint.

Mér finnst hins vegar afar einkennilegt að lagt sé til að Hæstiréttur skipi mann í nefndina og Umboðsmaður Alþingis tvo.  Ég get ekki séð annað en að þessar stofnanir verði vanhæfar til þess að fjalla um mál sem kunna að rísa vegna starfa og ákvarðana nefndarinnar.  Samkvæmt fréttinni um lagafrumvarpið getur farið svo, að Hæstiréttur og Umboðmaður Alþingis þurfi að fjalla um gerðir eigin manna, ef einhver sem er ósáttur við ákvarðanir rannsóknarnefndarinnar höfðar dómsmál eða vill leita til Umboðsmanns.  Þetta gengur ekki, og ég undrast að stofnanirnar skuli hafa fallist á þetta.


mbl.is Víðtækar rannsóknarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband