25.11.2008 | 17:51
Gleymska Jóns í Billjóna Bónus
Í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs vegna umfjöllunar norska sjónvarpsins (NRK) um hann segir: "Þau fyrirtæki sem ég og fjölskylda mín eigum í, ásamt hundruðum annarra hluthafa, það er að segja Baugur, Stoðir og Landic Property, eru þrjú af stærstu fyrirtækjum á Íslandi og þau skulda, samkvæmt yfirliti endurskoðanda fyrir árið 2008, 900 milljarða króna alls"
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði á fundi Viðskiptaráðs á dögunum, að einn maður hefði fengið eitt þúsund milljarða, eða eina billjón króna, að láni hjá viðskiptabönkunum þremur, en Jón í Billjóna Bónus telur hann ekki eiga við sig.
Fyrir nokkrum dögum var frétt á lofti um það, að Jón Ásgeir ætti eftir að segja sig úr stjórnum 13 fyrirtækja vegna dóms sem hann fékk á sig. Hann brást hinn versti við og sagði að ekki hefði komið fram að hann væri búinn að segja sig úr stjórnum 17 fyrirtækja. Samkvæmt þessu hefur hann verið í stjórnum 30 fyrirtækja þegar hann var dæmdur brotlegur. Nú segist Jón bara eiga í þremur fyrirtækjum. Er ekki Jón í Billjóna Bónus orðinn ansi gleyminn?
Efast um að Davíð eigi við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.