26.3.2009 | 09:47
Alþýðusamfylkingin?
Forseti ASÍ samþykkir ekki að einn starfsmaður sambandsins fari í framboð fyrir Framsóknarflokkinn. Hann samþykkti hins vegar að annar færi í framboð fyrir Samfylkinguna. Ætti ekki að skipta um nafn á Alþýðusambandinu? Hvað með Alþýðusamfylkingin?
Ég skil reyndar ekki að nokkur maður skuli fara í framboð fyrir Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna eða Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir, því allir þessir flokkar eru með skítugar hendur vegna hruns bankakerfisins. Svo er græna íhaldið, VG, varla kjósandi. Sjáið bara ósómann hjá Ögmundi. Hann er að taka til baka stóran hluta af sparnaðinum sem fráfarandi heilbrigðisráðherra náði fram. Nei, okkur vantar nýja flokka.
Leit á þátttöku sem uppsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.