20.4.2020 | 22:42
Flísin og bjálkinn
Eftir að það var upplýst nýlega í Morgunblaðinu hvernig þessi dómstóll vinnur og hvernig dómar eru skrifaðir, get ég ekki sagt annað en það, að virðing mín fyrir þessum svokallaða dómstóli hefur skaddast verulega. Stofnun þessi sá réttilega flísina í auga íslensks dómskerfis fyrir u.þ.b. 30 árum, þ.e.a.s. að íslenskir sýslumenn og bæjarfógetar rannsökuðu mál og dæmdu svo í þeim sjálfir, en nú er upplýst, að hluti dómara í yfirrétti dómsins dæmir um þau mál sem þeir fjölluðu um og dæmdu í sjálfir í undirréttinum. Mannréttindadómstóll Evrópu sér sem sagt ekki bjálkann í eigin auga.
Maður er kominn á ákveðinn draumastað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.