Vonlaus viðskiptaráðherra

Viðskiptaráðherra segist ekkert hafa vitað um stöðu bankanna fyrr en rétt áður en þeir hrundu, hann hafi ekki hitt einn seðlabankastjórann frá því í nóvember 2007 til september 2008.  Hvað með hina?  Hann hefur líklega ekki heldur talað við stjórn eða forstjóra Fjármálaeftirlitsins á sama tímabili.  Sú stofnun heyrir samt undir hann.  Það kom fram hjá stjórnarformanni þeirrar stofnunar að forsvarsmenn hennar gerðu sér grein fyrir alvarlegri stöðu bankanna í nóvember 2007.  Davíð Oddson, seðlabankastjóri, skýrði frá því í frægri ræðu á Viðskiptaþingi nýlega að hann hefði átt fund með formönnum stjórnarflokkanna, þ.e. forsætisráðherra og utanríkisráðherra í mars á þessu ári og gert þeim grein fyrir alvarlegri erlendri skýrslu um stöðu íslensku bankanna.  Á fólk að trúa því að Geir forsætisráðherra eða Ingibjörg Sólrún, utanríkisráðherra og formaður Björgvins G Sigurðssonar hafi ekkert rætt þessi alvarlegu mál?  Ég þekki a.m.k. nógu vel til um starfshætti í Stjórnarráðinu til þess að geta fullyrt, að jafn alvarleg mál og þessi hafa örugglega oft verið rædd við viðskiptaráðherra af forsvarsmönnum Fjármálaeftirlitsins.  Bankamálaráðherrann er ekki jafn saklaus og hann vill vera láta.  Svona málflutningur gengur ekki.
mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband